Örveruflóra legganga

Í líkama okkar lifir fjölbreytt örveruflóra sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilsu og vellíðan. Hún er þó ekki aðeins bundin við þarmana – í leggöngum er einnig örveruflóra sem styður við heilbrigði slímhúðar, verndandi sýrustig og almennt jafnvægi. Þegar þetta jafnvægi raskast geta komið fram óþægindi á borð við þurrk, útferð, kláða eða endurteknar sýkingar.

Hlutverk sýrustigs

Sýrustigið í leggöngum er einn af lykilþáttunum í verndandi jafnvægi. Heilbrigð örveruflóra, einkum ákveðnir góðgerlar, stuðla að súru sýrustigi sem gerir umhverfið síður hentugt fyrir óæskilegar bakteríur. Ef sýrustigið hækkar getur þessum verndandi bakteríum fækkað og þá aukast líkurnar á óþægindum eða sýkingum. Að styðja við heilbrigt sýrustig er því mikilvægur hluti af því að viðhalda jafnvægi og vellíðan.

Hvað hefur áhrif á örveruflóruna?

Örveruflóran í leggöngum er viðkvæm og getur orðið fyrir áhrifum af ýmsum þáttum. Hormónasveiflur, tíðablæðingar og meðganga geta breytt umhverfinu og haft áhrif á sýrustig og jafnvægi. Á breytingaskeiði verða þessar breytingar oft meira áberandi, þar sem hormónajafnvægi líkamans breytist. Sýklalyfjanotkun og mataræði geta einnig raskað jafnvæginu.

Jafnvægi og vellíðan

Þegar örveruflóra og sýrustig eru í jafnvægi styður það við náttúrulegt varnarkerfi líkamans. Þegar jafnvægið raskast getur það hins vegar valdið óþægindum sem hafa áhrif á daglegt líf. Að huga að þessum þáttum er því mikilvægur hluti af því að efla heilsu og líðan til framtíðar.

Rétt samsett og fjölbreytt fæða getur stutt við örveruflóruna og heilbrigt sýrustig í leggöngum. Fæða sem inniheldur trefjar og ýmsar afurðir úr jurtaríkinu getur gefið góðgerlum nauðsynleg næringarefni til að dafna, en unnar og sykraðar vörur geta í sumum tilvikum raskað jafnvæginu. Einnig getur verið gagnlegt að styðja við örveruflóruna með sérvöldum góðgerlum sem hafa verið rannsakaðir sérstaklega fyrir kvenheilsu.

huemeno® Me

huemeno® Me inniheldur sérvalda gerla ásamt forgerlum og B-vítamínum. Meðal þeirra eru SynbÆctive® L. acidophilus PBS066 og SynbÆctive® L. reuteri PBS072, sem sýnt hefur verið að nái fótfestu í leggöngum. Þessi geta til að ná til legganganna er lykilatriði til að þeir geti haft áhrif eins og ætlað er. Samsetning vörunnar er hönnuð til að styðja við jafnvægi í líkamanum – bæði í þörmum og í leggöngum – og getur þannig verið hluti af heildrænni nálgun að vellíðan á öllum skeiðum lífsins, þar með talið á breytingaskeiði og til framtíðar.

Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar

Góð heilsa byggir á góðum daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grundvallaratriði sem er mikilvægt að huga að á öllum skeiðum lífsins, ekki síst á breytingaskeiðinu.

Heildrænni nálgun með huemeno®

huemeno® vörulínan er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

huemeno® Me, inniheldur sérstakra blöndu af góðgerlum, forgerlum og B-vítamínum. Góðgerlarstofnarnir í huemeno® Me hafa verið valdir til að styðja við meltingu og efnaskiptaheilbrigði og þarmaflóruna, einnig í leggöngum.

huemeno® Magnesium Bisglycinate styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins og andlegt jafnvægi, sem getur verið sérstaklega mikilvægt á tímum breytinga.

huemeno® D3 & K2 styður við viðhald eðlilegra beina en D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.