Skilmálar

Um fyrirtækið

huemeno ehf. Kennitala: 690524-1120 Netfang: hallo@huemeno.is] Heimilisfang: Ánanaust 3. 101 Reykjavík.

Greiðsla

Kaupandi getur greitt með Visa, Mastercard, Maestro og Visa Electron. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Teya.

Afhending vöru

Allar pantanir afgreiðast innan 24 klst. og eru sendar með flutningsaðila sem kaupandi velur í vefverslun . Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar flutningsaðila gilda.

  • Flutningstími: 2–4 virkir dagar innanlands.
  • Sendingarkostnaður: samkvæmt gildandi verðskrá á heimasíðu.

Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og hafa póstkassa/póstlúgu merkt. Sé vara ekki til á lager verður haft samband um nýjan afhendingartíma eða endurgreitt að fullu.

Vöruskil

Samkvæmt lögum nr. 16/2016 um neytendasamninga hefur neytandi rétt til að falla frá samningi innan 14 daga frá móttöku vöru án þess að tilgreina ástæðu. Neytandi ber þó kostnað af því að skila vörunni.

Kaupandi getur hætt við kaupin innan 14 daga frá móttöku ef varan:

  1. Er ónotuð
  2. Í upprunalegum, óskemmdum umbúðum
  3. Með órofið innsigli (ef við á)

Kvittun eða pöntunarnúmer skal fylgja. Endurgreiðsla fer fram þegar varan hefur borist og skilyrði eru uppfyllt. Sendingargjald er ekki endurgreitt og kaupandi greiðir kostnað við skil, nema varan sé röng eða gölluð. Ef pakki er ekki sóttur áskilur huemeno ehf. sér rétt til að halda eftir sendingarkostnaði.

Vöruverð og breytingar

Öll verð eru í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. huemeno ehf. áskilur sér rétt til að breyta verði eða hætta við pöntun hafi rangar verðupplýsingar birst.

Verð, skilmálar og aðrar upplýsingar á huemeno.is geta tekið breytingum án fyrirvara. Núverandi útgáfa skilmála á vefsíðunni gildir ávallt um viðskipti.

Fræðslufyrirvari

Upplýsingarnar á huemeno.is — þar á meðal greinar, bloggfærslur og lýsingar á bætiefnum — eru ætlaðar til almennrar fræðslu og ekki ætlað að koma í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Leitið ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki ef þú ert barnshafandi með barn á brjósti, með fæðuóþol, með undirliggjandi sjúkdóma eða tekur lyf.

Notkun vefsíðunnar

Notkun þessarar vefsíðu er á eigin ábyrgð. Upplýsingar, efni og þjónusta á síðunni eru veitt eftir bestu vitund fyrirtækisins en geta verið ófullnægjandi eða óuppfærðar. Fyrirtækið ábyrgist hvorki nákvæmni efnis né að það endurspegli nýjustu upplýsingar og skuldbindur sig ekki til að uppfæra, leiðrétta eða vekja athygli á villum.

Trúnaður og persónuvernd

Upplýsingar sem kaupandi veitir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og eingöngu notaðar til að klára kaup á vöru eða þjónustu. Þær verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög krefjist.

Varnarþing

Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Risinn ágreiningur skal rekinn fyrir íslenskum dómstólum, að jafnaði Héraðsdómi Reykjavíkur.