GenM® & MTick® – samstarf sem skiptir huemeno® máli

huemeno® er stolt af því að vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hefur það að markmiði að gera breytingaskeiðið sýnilegt, skiljanlegt og þýðingarmikið. Þess vegna eru vörurnar okkar vottaðar með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist „menopause-friendly“, eða hentug fyrir konur á breytingaskeiði.

Bakvið MTick® stendur GenM, magnað félag sem hefur gjörbreytt samtalinu um breytingaskeiðið í Bretlandi – og nú víðar. GenM var stofnað árið 2020 af Heather Jackson og Sam Simister, tveimur konum sem upplifðu á eigin skinni hversu ósýnilegt og óútskýrt breytingaskeiðið gat verið, jafnvel fyrir konur sjálfar.

Í kjölfar eigin reynslu ákváðu þær að stofna GenM – sem stendur fyrir Generation Menopause – til að vinna með vörumerkjum, smásöluaðilum og atvinnulífinu í að breyta umræðunni um þetta náttúrulega og óumflýjanlega skeið í lífi hverrar konu.

Hvers vegna GenM var stofnað?

GenM varð til vegna þeirrar staðreyndar að milljónir kvenna um heim allan upplifa breytingaskeiðið sem tíma einsemdar og ósýnileika.

Rannsóknir GenM í Bretlandi sýna að:

  • 87% kvenna í breytingaskeiði finnst þær hunsaðar af vörumerkjum og samfélaginu.
  • Aðeins 3 af 48 mögulegum einkennum breytingaskeiðs eru að jafnaði nefnd þegar konur eru spurðar um líðan
  • 94% kvenna vilja sjá skýrari merkingar á vörum sem styðja við einkenni breytingaskeiðsins.

Þessar tölur segja allt sem segja þarf: konur vilja sjá sig og sínar þarfir teknar alvarlega. Þar hefur MTick® hlutverki að gegna.

Frá ósýnileika til sýnileika – frá Invisibility Report til Visibility Report

Árið 2021 gaf GenM út Invisibility Report (skýrslu um ósýnileika), sem staðfesti að konur á breytingaskeiði væru nánast ósýnilegar í augum samfélagsins, fjölmiðla og fyrirtækja.  Þær lýstu tilfinningu um að vera „óþarfar“, „óaðlaðandi“, „einangraðar“ og „óviðeigandi“. Margar leituðu ekki aðstoðar vegna skorts á upplýsingum, eða vegna þess að þær vissu ekki sjálfar hvað væri að gerast í líkama þeirra.

Síðan þá hefur GenM unnið markvisst að því að breyta þessu – og árið 2024 gaf hreyfingin út Visibility Report (skýrslu um sýnileika) þar sem sýnt er fram á árangur í að auka sýnileika og þjónustu við konur í breytingaskeiði.

Þar kemur fram að:

  • 94% kvenna vilja sjá MTick á vörum sem ætlaðar eru þeim.
  • 86% eru að leita að valkostum við eða viðbót við hormónauppbót (HRT).
  • Aðeins 14% kvenna í Bretlandi taka HRT, sem sýnir að þörf fyrir fjölbreyttar lausnir er mikil.

Við skiptum máli – og þú líka

Breytingaskeiðið er ekki eitthvað sem „konur ganga í gegnum“ og líður svo hjá – það getur staðið yfir í meira en áratug og getur einnig haft áhrif fjölmarga þætti lífsins.

Hjá huemeno® teljum við að konur eigi ekki að þurfa að sætta sig við líf með minni orku, minni vellíðan og minna sjálfsöryggi – heldur eigi að fá skýran stuðning, vandaðar vörur og skýr skilaboð sem gera þeim kleift velja þá leið sem hentar þeim í gegnum breytingarnar og áfram.

Með MTick® stendur huemeno® með konum í þessum kafla lífsins – með trúverðugleika, umhyggju og vönduðum og vel ígrunduðum vörum.

Það er markmið okkar að taka þátt í að auka sýnileika kvenna á breytingaskeiði – og bæta lífsgæði þeirra með vörum sem styðja ekki bara heilsu og vellíðan á breytingaskeiðinu, heldur einnig á árunum sem fylgja.

Engar tvær upplifanir eins

Engin ein lausn hentar öllum og það er val hverrar konu að velja þá leið sem hentar henni best í þessum kafla lífsins. Sumar kjósa hormónauppbót (HRT), aðrar leita að náttúrulegum valkostum eða fæðubótarefnum, og margar finna að blanda af mismunandi aðferðum hentar þeim best. Það mikilvægasta er að hver kona fái stuðning til að taka upplýsta ákvörðun um sína eigin heilsu og vellíðan.

huemeno® vörurnar eru byggðar á þeirri hugsjón að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum sem hafa verið valin sérstaklega vegna fjölþættrar virkni þeirra og tengsla við lykilþætti líkamlegrar og andlegrar heilsu á breytingaskeiðinu og eftir það. Þær innihalda hvorki hormóna né hormónalík efni, eins og plöntuhormóna (phytoestrogen) eða jurtaútdrætti sem líkja eftir áhrifum estrógens eða annarra hormóna.

Í stað þess að treysta á flóknar blöndur með fjölda ólíkra efna leggur huemeno® áherslu á samsetningar þar sem hvert innihaldsefni hefur skýran tilgang og er notað í skömmtum sem styðja við markmið vörunnar.