Þarmaflóran, sem stundum er kölluð örveruflóra, er eitt flóknasta lífkerfi líkamans og gegnir lykilhlutverki í heilsu okkar. Hún samanstendur af þúsundum tegunda örvera sem lifa í meltingarveginum og vinna saman í flóknu samspili. Þessar örverur, sem telja milljarða, geta haft áhrif á meltingu, upptöku næringarefna, efnaskipti, ónæmiskerfið og jafnvel taugakerfið. Þessi „ósýnilegi heimur“ hefur vakið mikla athygli vísindamanna á síðustu árum vegna víðtækra áhrifa hans á allt líkamsstarfið.
Rannsóknir benda til þess að þarmaflóran hafi áhrif á ýmsa þætti heilsunnar, þar á meðal bólgusvörun, blóðsykurstjórnun, ónæmiskerfi, andelga líðan og skap. Þegar flóran er í jafnvægi styður hún líkamann á margvíslegan hátt. Þegar jafnvægi hennar raskast geta áhrifin orðið margþætt og birst sem ýmiss konar einkenni, oft alls ótengd meltingarkerfinu sjálfu.
Á breytingaskeiði eiga sér stað margvíslegar breytingar í líkamanum – sumar greinilegar, aðrar minna sýnilegar. Einn af þáttunum sem oft fær of litla athygli er einmitt þarmaflóran og hvernig hún skiptir einnig máli á þessu tímabili.
Þarmaflóran – þegar jafnvægi raskast (e. dysbiosis)
Ójafnvægi í samsetningu þarmaflórunnar, á fagsviðinu kallað dysbiosis, á sér stað þegar gagnlegum bakteríum fækkar eða virkni þeirra veikist á meðan skaðlegar örverur fá aukið svigrúm. Þetta ástand getur þróast smám saman og tengst margvíslegum einkennum. Flestir tengja ástandið við meltingaróþægindi eins og uppþembu, loftmyndun eða breyttar hægðavenjur, en ójafnvægið getur einnig tengst einkennum sem virðast fjarlæg meltingunni.
Hvers vegna getur flóran raskast
Flóran er síbreytileg og viðkvæm fyrir matarræði, lífsháttum og áhrifum frá umhverfi okkar – en einnig fyrir lífeðlisfræðilegum breytingum svo sem þeim sem fylgja kunna breytingaskeiðinu:
- Svefn getur orðið óreglulegur
- Næring og matarlyst breytast hjá mörgum
- Streita og álag kunna að aukast
- Hormónabreytingar hafa ýmis áhrif á kerfi líkamans
- Þvagfærasýkingar geta orðið tíðari
- Aukin notkun sýklalyfja eða annarra lyfja getur einnig haft áhrif
Þessir samverkandi þættir geta skapað jarðveg fyrir ójafnvægi í þarmaflóru og leitt til óþæginda í líkama og líðan.
Einkenni sem gætu bent til ójafnvægis í þarmaflóru
- Uppþemba eða óþægindi eftir máltíð
- Óreglulegar hægðir – bæði hægðatregða og niðurgangur
- Sveiflur í matarlyst eða löngun í sykur
- Þreyta eða orkuleysi þrátt fyrir nægan svefn
- Pirringur, kvíði eða skapbreytingar
- Svefntruflanir eða erfiðleikar við djúpsvefn
- Húðvandamál eða bólgur
Ein og sér geta þessi einkenni átt sér ýmsar skýringar, en safnist þau saman getur það bent til þess að flóran sé úr jafnvægi.
Að hlúa að þarmaflórunni – skref í átt að vellíðan og betri heilsu
Margvíslegar leiðir eru til að styðja við heilbrigða þarmaflóru í daglegu lífi. Mikilvægt er að borða fjölbreytta, hreina, lifandi og trefjaríka fæðu samhliða því að draga úr neyslu á sykri og sætuefnum og gjörunnum matvælum og draga þannig úr álagi á meltingarkerfið. Góður svefn og virk streitustjórnun skipta einnig máli, ásamt reglulegri hreyfingu.
Trefjaríkar fæðutegundir sem styðja sérstaklega við heilbrigða þarmaflóru eru meðal annars grænmeti eins og brokkolí, gulrætur og spínat, heilkorn eins og hafrar og bygg, baunir og belgjurtir, ásamt ávöxtum á borð við epli, perur og ber. Þessi matvæli innihalda bæði uppleysanlegar og óuppleysanlegar trefjar sem gagnast mismunandi góðum gerlum í þörmunum.
Við þurfum að hafa í huga að þarmaflóran er lifandi vistkerfi sem tekur stöðugum breytingum og því þurfum við sífellt að hlúa að henni.
Inntaka á góðgerlum í skömmtum sem rannsóknir hafa sýnt að hafi tiltekin áhrif, geta veitt mikilvægan stuðning við þarmaflóruna, einnig á breytingaskeiðinu.
Góðgerlar – fjölbreytni og skammtahugleiðingar
Góðgerlar eru ekki ein heild. Þeir tilheyra mismunandi ættkvíslum, tegundum og stofnum, og virknin getur verið ólík þó að heiti þeirra líti svipað út á merkimiðanum. Til dæmis geta tveir stofnar af sama yfirnafni haft mjög mismunandi áhrif í líkamanum.
Góðgerlar – mikilvægi nákvæmrar auðkenningar
- Magnið skiptir máli – áhrifaríkur skammtur ætti að endurspegla þann fjölda sem var notaður í viðeigandi rannsóknum
- Meira er ekki alltaf betra – óhóflegur fjöldi getur ekki aukið ávinning og kann jafnvel að valda óþægindum hjá viðkvæmum einstaklingum
Velja ætti góðgerlavörur með skýrum stofnaupplýsingum og skammti sem inniheldur sama magn og hefur sýnt sig hafa tiltekna virkni í rannsóknum.
Tökum dæmi um einn af þremur mjólkursýrugerlum sem er að finna í huemeno® Me: Lactiplantibacillus plantarum PBS067 (DSM 24937).
Þetta nákvæma heiti segir okkur allt sem við þurfum að vita um þennan tiltekna geril:
Lactiplantibacillus plantarum PBS067 (DSM 24937) nafnið er byggt upp með eftirfarandi hætti:
- Lactiplantibacillus: Þetta er ættkvíslarheitið (genus) sem þessi baktería tilheyrir.
- plantarum: Þetta er tegundarheitið (species) innan ættkvíslarinnar. Lactiplantibacillus plantarum er algeng mjólkursýrubaktería sem finnst í mörgum gerjuðum matvælum og í þörmum manna.
- PBS067: Þetta er stofnheitið (strain) sem auðkennir nákvæmlega þennan tiltekna stofn bakteríunnar. Þetta er mikilvægt, því mismunandi stofnar sömu tegundar geta haft mjög ólíka eiginleika og virkni. PBS067 er einstakt auðkenni frá rannsóknarstofunni eða fyrirtækinu sem einangraði eða þróaði þennan tiltekna stofn.
- DSM 24937: Þetta er opinbert skráningarnúmer frá mikilvægum stofnabanka. DSM vísar til „Deutsche Sammlung von Mikroorganismen und Zellkulturen“ sem er þýskur stofnabanki þar sem þessi bakteríustofn hefur verið skráður og vistaður með númerinu 24937. Þetta númer er mikilvægt fyrir vísindalega og lagalega rekjanleika stofnsins.
Þessi nákvæma auðkenning er afar mikilvæg í góðgerlarannsóknum og vöruþróun, því virkni og eiginleikar góðgerla eru ekki bara bundnir við ættkvísl eða tegund, heldur einnig við tiltekinn stofn. Rannsóknir á áhrifum góðgerla miðast oftast við ákveðna stofna með þessum nákvæmu auðkennum.
Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar
Góð heilsa byggir á góðum daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grundvallaratriði sem er mikilvægt að huga að á öllum skeiðum lífsins, ekki síst á breytingaskeiðinu.
Heildrænni nálgun með huemeno®
huemeno® vörulínan er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.
huemeno® Me, inniheldur sérstakra blöndu af góðgerlum, forgerlum og B-vítamínum. Góðgerlarstofnarnir í huemeno® Me hafa verið valdir til að styðja við meltingu og efnaskiptaheilbrigði og þarmaflóruna, einnig í leggöngum.
huemeno® Magnesium Bisglycinate styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins og andlegt jafnvægi, sem getur verið sérstaklega mikilvægt á tímum breytinga.
huemeno® D3 & K2 styður við viðhald eðlilegra beina en D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.