Beinheilsa – mikilvægur þáttur í vellíðan

Á breytingaskeiði verða ýmsar breytingar í líkama okkar sem geta haft áhrif á beinvefi og stoðkerfi. Þessar breytingar eru oft ósýnilegar en geta skipt máli fyrir heilsu okkar og lífsgæði til framtíðar.

Beinheilsa á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf

Þegar konur ganga í gegnum breytingaskeið breytist hormónajafnvægi líkamans. Þessar breytingar geta haft áhrif á ýmsa þætti heilsunnar, þar á meðal beinheilsu. Á þessum tíma er mikilvægt að veita beinheilsu aukna athygli og styðja við hana.

Bein okkar eru lifandi vefur sem er í stöðugri endurnýjun og þarf á réttum næringarefnum að halda til að viðhalda styrk sínum og heilbrigði. Heilbrigð bein eru undirstaða líkamlegrar virkni og sjálfstæðis, og geta stuðlað að möguleikum okkar á að stunda þá hreyfingu sem við kjósum.

D3 og K2 vítamín og beinheilsa

D3 og K2 vítamín gegna bæði mikilvægu hlutverki þegar kemur að beinheilsu.

D3-vítamín – stuðlar að eðlilegri upptöku kalks

D3-vítamín (kólekalsíferól) gegnir fjölþættu hlutverki í líkamanum og stuðlar að:

  • Eðlilegri upptöku og nýtingu kalks og fosfórs
  • Viðhaldi eðlilegra beina
  • Eðlilegri starfsemi vöðva
  • Eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins

Á Íslandi, þar sem birtuskilyrði yfir vetrarmánuðina eru takmörkuð, getur verið áskorun að viðhalda æskilegum gildum D-vítamíns í líkamanum eingöngu í gegnum sólarljós og fæðu. Því getur fæðubótarefni sem inniheldur D3-vítamín verið gagnlegt.

K2-vítamín – stuðlar að heilbrigðum beinum

K2-vítamín (menakínón) hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna og stuðlar að:

  • Viðhaldi eðlilegra beina
  • Eðlilegri blóðstorknun

K2-vítamín vinnur með D-vítamíni og kalki að viðhaldi eðlilegra beina. Þegar D-vítamín hjálpar líkamanum að taka upp kalk, gegnir K2-vítamín hlutverki við að kalkið nýtist þar sem þörf er á því – í beinum og tönnum.

Af hverju huemeno® D3 & K2?

Í huemeno® D3 & K2 sameinast þessi tvö mikilvægu vítamín í vönduðu formi og skammtastærð til að styðja við heilsu beinanna. Við völdum D3 í kólekalsíferól-formi og K2 sem menakínón-7 (MK-7) – form sem hafa verið rannsökuð og valin fyrir gæði sín.

Með daglegri inntöku á huemeno® D3 & K2 er stutt við:

  • Eðlilega upptöku og nýtingu kalks og fosfórs
  • Viðhald eðlilegra beina
  • Eðlilega starfsemi vöðva
  • Eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins
  • Eðlilega blóðstorknun

Að huga að beinheilsu á breytingaskeiði getur verið hluti af heildrænni nálgun að heilbrigðu líferni til framtíðar.

Heilbrigð bein – hluti af jákvæðum lífsstíl

Auk þess að taka huemeno® D3 & K2 daglega getur þú stutt við beinheilsu með því að:

  • Stunda reglulega hreyfingu, sérstaklega æfingar sem styrkja vöðva og bein
  • Borða fjölbreytta fæðu sem inniheldur næringarefni sem styðja við beinheilsu
  • Velja heilbrigðan lífsstíl

huemeno® D3 & K2 er einfaldur hluti af heildrænni nálgun að góðri beinheilsu. Með því að huga að heilbrigði beinanna, styður þú við mikilvægan grunn líkamlegrar heilsu þinnar.

Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar

Góð heilsa byggir á góðum daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grundvallaratriði sem er mikilvægt að huga að á öllum skeiðum lífsins, ekki síst á breytingaskeiðinu.

Heildrænni nálgun með huemeno®

huemeno® vörulínan er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

huemeno® Me, inniheldur sérstakra blöndu af góðgerlum, forgerlum og B-vítamínum. Góðgerlarstofnarnir í huemeno® Me hafa verið valdir til að styðja við meltingu og efnaskiptaheilbrigði og þarmaflóruna, einnig í leggöngum.

huemeno® Magnesium Bisglycinate styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins og andlegt jafnvægi, sem getur verið sérstaklega mikilvægt á tímum breytinga.

huemeno® D3 & K2 styður við viðhald eðlilegra beina en D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.