Breytingaskeið kvenna hefur oft verið tengt við líkamlegar breytingar, en áhrif þess á andlega líðan og tilfinningalegt jafnvægi eru ekki síður mikilvæg. Margir þættir spila saman þegar kemur að andlegri heilsu á þessum tímamótum í lífi kvenna. Með aukinni þekkingu á þessum tengingum er hægt að styðja betur við andlega heilsu á breytingaskeiði.
Hormónabreytingar og áhrif þeirra á andlega líðan
Á breytingaskeiði lækkar magn estrógens og prógesteróns í líkamanum. Þessi hormón hafa ekki aðeins áhrif á tíðahringinn heldur gegna þau einnig hlutverki í starfsemi heilans og hafa áhrif á taugaboðefni sem aftur hafa svo áhrif á líðan okkar.
Estrógen hefur áhrif á framleiðslu og virkni taugaboðefna eins og serótóníns, sem hefur áhrif á skap og vellíðan. Þegar estrógenmagn sveiflast getur það leitt til:
- Tilfinninga- og skapbreytinga
- Aukinnar viðkvæmni gagnvart streitu
- Depurðar
- Kvíða
- Og þar með jafnvel breytinga á sjálfstrausti og sjálfsmynd
Mikilvægt er að hafa í huga að þessar breytingar eru ekki óeðlilegar – líkaminn er að aðlagast nýju hormónajafnvægi en konur upplifa þessar breytingar á mjög mismunandi hátt, allt frá vægum einkennum til meiri áskorana.
Svefntruflanir og andleg heilsa – náin tengsl
Svefntruflanir eru algengar á breytingaskeiði og hafa bein áhrif á andlega líðan. Samkvæmt rannsóknum North American Menopause Society geta allt að 60% kvenna á breytingaskeiði upplifað svefntruflanir.
Skortur á góðum svefni getur:
- Aukið viðkvæmni fyrir streitu og pirringi
- Haft áhrif á einbeitingu og skýrleika hugsunar
- Valdið skapsveiflum og aukið depurð
- Dregið úr andlegri seiglu
Þetta getur skapað hringrás, eða vítahring, þar sem svefnvandamál auka neikvæð andleg einkenni, sem geta síðan aftur haft neikvæð áhrif á svefn.
Þarma-heila tengingin: Ný sýn á andlega heilsu
Rannsóknir síðustu ára hafa afhjúpað mikilvæga tengingu milli þarmaflóru og heilastarfsemi – hina svokölluðu þarma-heila tengingu (e. gut-brain axis). Þetta tvíhliða samband virkar í gegnum taugakerfið, ónæmiskerfið og boðefnaferla.
Heilbrigð og fjölbreytt þarmaflóra:
- Styður við framleiðslu taugaboðefna sem hafa áhrif á skap og vellíðan
- Tekur þátt í streitusvörun líkamans
- Styður við jafnari blóðsykur, sem hefur áhrif á skapstöðugleika
Á breytingaskeiði geta hormónabreytingar einnig haft áhrif á samsetningu þarmaflórunnar, sem getur síðan haft áhrif á andlega líðan. Að styðja við heilbrigða þarmaflóru getur því verið einn mikilvægur þáttur í að viðhalda andlegu jafnvægi á þessu tímabili, sem öðrum.
Næringarefni sem styðja við andlega heilsu
Ákveðin næringarefni gegna lykilhlutverki í að styðja við heilastarfsemi og andlega vellíðan. Á breytingaskeiði er mikilvægt að huga sérstaklega að þessum næringarefnum:
Magnesíum – taugajafnvægi og slökun
Magnesíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og eðlilegu sálrænu jafnvægi samkvæmt samþykktum heilsufullyrðingum EFSA. Þetta steinefni gegnir hlutverki í yfir 300 efnaskiptaferlum líkamans og er nauðsynlegt fyrir heilbrigða heilastarfsemi.
Magnesíum bisglycinate er form magnesíums sem frásogast vel og þolist almennt vel af meltingarkerfinu, sem gerir það að góðum valkosti til að styðja við andlega heilsu og slökun.
B-vítamín – orka fyrir heilann
B-vítamín, sérstaklega B6 og B1, stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og eðlilegri sálfræðilegri starfsemi samkvæmt samþykktum heilsufullyrðingum EFSA. Þessi vítamín geta stutt við framleiðslu taugaboðefna sem hafa áhrif á skap og vellíðan.
D-vítamín – meira en bara beinheilsa
D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins samkvæmt samþykktum heilsufullyrðingum EFSA. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nægilegt magn D-vítamíns getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan, sérstaklega á árstímum þar sem sólar nýtur minna.
Góðgerlar fyrir þarma-heila tenginguna
Rannsóknir jafnframt sýna að ákveðnir gerlastofnar geta stutt sérstaklega við heilbrigði þarmaflórunnar og þannig haft jákvæð áhrif á andlega líðan í gegnum þarma-heila tenginguna.
Náttúrulegar leiðir til að styðja við andlegt jafnvægi
Auk þess að huga að næringu, eru margar leiðir til að styðja við andlega heilsu og jafnvægi á breytingaskeiði:
- Hreyfing fyrir hug og hjarta
Regluleg hreyfing losar endorfín, sem eru náttúruleg vellíðunarefni líkamans. Jafnvel hófleg hreyfing í 30 mínútur á dag getur haft jákvæð áhrif á andlega líða og hreyfing getur einnig:
- Bætt svefngæði, sem styður við andlega heilsu
- Minnkað streituhormón svo sem kortisól
- Aukið blóðflæði um líkamann allan, einnig til heilans
- Stutt við jafnvægi á blóðsykri
- Núvitund og hugleiðsla
Núvitund og hugleiðsla eru áhrifaríkar leiðir til að draga úr streitu og kvíða. Rannsóknir benda til þess að stuttar daglegar núvitundaræfingar geti:
- Dregið úr streituviðbrögðum
- Bætt athyglisgetu og einbeitingu
- Aukið meðvitund um eigin líkama og líðan
- Stutt við tilfinningalega úrvinnslu
- Tengsl við aðra og félagslegur stuðningur
Að viðhalda sterkum félagslegum tengslum og leita stuðnings hjá öðrum konum sem ganga í gegnum sömu lífsreynslu getur verið ómetanlegt. Rannsóknir sýna að félagslegur stuðningur getur:
- Dregið úr streitu og kvíða
- Aukið tilfinningalega seiglu
- Veitt vettvang til að deila reynslu og lausnum
- Dregið úr einmanaleika, sem getur verið áhættuþáttur fyrir depurð
- Svefnvenjur fyrir andlega heilsu
Eins og áður hefur komið fram, er góður svefn mikilvægur þáttur í andlegri heilsu. Góðar svefnvenjur geta falið í sér:
- Reglulegur háttatími og fótaferðartími
- Takmörkun á skjánotkun fyrir svefn
- Slakandi kvöldrútína
- Svalt og dimmt svefnherbergi
- Forðast koffín og áfengi seint á daginn eða að kvöldi
Að hugsa um andlega heilsu sem hluta af heildarheilsu
Á breytingaskeiði er ekki síst mikilvægt að hugsa um andlega heilsu sem órjúfanlegan hluta af almennri heilsu. Andlegt jafnvægi er ekki eingöngu ástand heldur ferli sem þarfnast stöðugrar umhyggju og athygli.
Með því að huga að næringu, hreyfingu, svefni, félagslegum tengslum og þarma-heila tengingunni, er hægt að styðja við andlega vellíðan og styrkja grunninn á þessu mikilvæga tímabili í lífi hverrar konu.
Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar
Góð heilsa byggir á góðum daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grundvallaratriði sem er mikilvægt að huga að á öllum skeiðum lífsins, ekki síst á breytingaskeiðinu.
Heildrænni nálgun með huemeno®
huemeno® vörulínan er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.
huemeno® Me, inniheldur sérstakra blöndu af góðgerlum, forgerlum og B-vítamínum. Góðgerlarstofnarnir í huemeno® Me hafa verið valdir til að styðja við meltingu og efnaskiptaheilbrigði og þarmaflóruna, einnig í leggöngum.
huemeno® Magnesium Bisglycinate styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins og andlegt jafnvægi, sem getur verið sérstaklega mikilvægt á tímum breytinga.
huemeno® D3 & K2 styður við viðhald eðlilegra beina en D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.