Hvers vegna ættir þú að velja huemeno® D3 & K2?
- D3 og K2 styðja við viðhald beina og kalkbúskap
- D3 stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og vöðva
- K2 styður við eðlilega blóðstorknun og að kalk nái til beina
Á breytingaskeiði getur minnkandi estrógen haft áhrif á beinþéttni.
Með aldrinum minnkar beinþéttni smám saman, en þessi þróun getur orðið hraðari þegar estrógenmagn líkamans lækkar í kringum tíðahvörf. Það þýðir að beinin verða viðkvæmari og þá er mikilvægt að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum með góðri og réttri næringu, og með hreyfingu, til að styðja við þau og styrkja.
Það dugar þó ekki alltaf að fá nóg af kalki – líkaminn þarf líka að geta tekið það upp og komið því á réttan stað. D3 og K2 vinna saman að því að styðja við beinheilsu og beina kalkinu þangað sem það á að fara – í beinin, en ekki í æðarnar.
huemeno® D3 & K2 getur verið mikilvæg stoð sem hjálpar til við að byggja grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.
huemeno® vörurnar eru einföld leið til að styðja við grunnstoðir heilsunnar, með fáum innihaldsefnum, en með fjölþætta virkni.
huemeno® D3 & K2 er fæðubótarefni sem má taka með öðrum huemeno® vörum og er tilvalið fyrir konur á og í kringum breytingaskeiðið – fyrir árin sem fylgja.


huemeno® er stolt af því að vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hefur það að markmiði að gera breytingaskeiðið sýnilegt, skiljanlegt og þýðingarmikið. Þess vegna eru vörurnar okkar vottaðar með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist „menopause-friendly“, eða hentug fyrir konur á breytingaskeiði.
Bakvið MTick® stendur GenM®, félag sem hefur gjörbreytt samtalinu um breytingaskeiðið í Bretlandi – og nú víðar.
Notkunarleiðbeiningar og innihald
Ráðlagður neysluskammtur:
1 hylki á dag.
Innihald í einu hylki:
D3-vítamín (kólíkalsiferól) – 25 μg (1000 IU) – sem samsvarar 1000% af næringarviðmiðunargildi (NRV).
K2-vítamín (menakínón MK-7) – 100 μg – sem samsvarar 133% af næringarviðmiðunargildi (NRV).
Innihaldsefni:
HPMC hylki (plöntutrefjar), maltódextrín, breytt sterkja, örkristallaður sellulósi, maísolía, súkrósi, magnesíumsterat, tógóferól, natríumasórbat, kísildíoxíð, D3-vítamín (kolekalsíferól), K2-vítamín (menakínón-7), askorbýlpálmat.
Inniheldur ekki soja, glúten, laktósa eða erfðabreytt efni. Hentar grænmetisætum.
Geymsluleiðbeiningar:
Geymist á köldum, þurrum stað fjarri sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til og sjá ekki til.
Varnaðarorð:
Neytið ekki meira en sem nemur ráðlögðum neysluskammti. Ekki ætlað að koma í staðinn fyrir fjölbreytta og fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Leitið ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki ef þú ert barnshafandi, með fæðuóþol, með undirliggjandi sjúkdóma eða tekur lyf.
Framleitt og pakkað í GMP vottaðri verksmiðju á Íslandi fyrir:
huemeno ehf.
