Breytingaskeiðið, einnig kallað tíðahvörf (e. menopause), er eðlilegur og óumflýjanlegur hluti lífsferils allra kvenna. Það markar lok frjósemisskeiðsins og hefst formlega þegar tíðir hafa verið stöðvaðar í tólf mánuði samfellt. En þótt tíðahvörfin sjálf séu ákveðinn tímapunktur, þá spannar breytingaskeiðið miklu lengra tímabil – oft mörg ár – þar sem líkamlegar, andlegar og lífefnafræðilegar breytingar eiga sér stað.
Hvenær hefst breytingaskeiðið?
Breytingaskeiðið hefst yfirleitt hjá konum á aldrinum 45 til 55 ára, en það getur einnig hafist svolítið fyrr eða jafnvel síðar.
- Forstig breytingaskeiðs (perimenopause): Hefst nokkrum árum áður en tíðahvörfin eiga sér stað. Hormónasveiflur eru algengar, tíðahringurinn getur orðið óreglulegur og fyrstu einkenni gera vart við sig.
- Tíðahvörf (menopause): Þegar tíðir hafa stöðvast í tólf mánuði samfleytt telst konan hafa gengið í gegnum tíðahvörf.
- Eftir tíðahvörf (postmenopause): Þetta tímabil getur staðið það sem eftir er ævinnar. Þá hefur hormónamagnið – einkum estrógen og prógesterón – lækkað varanlega.
Hvað gerist í líkamanum?
Hormónabreytingar sem fylgja breytingaskeiði hafa áhrif á fjölmörg kerfi líkamans – allt frá hitastjórnun og hjarta- og æðakerfi til húðar, beinheilsu, meltingar, geðheilsu og svefn svo eitthvað sé nefnt. Einkenni geta verið fjölbreytt og mjög ólík á milli tveggja kvenna.
Fjölbreyttar upplifanir – engar tvær eru eins
Engar tvær konur upplifa breytingaskeiðið á sama hátt. Fyrir sumar gengur það mildilega yfir, á meðan aðrar finna fyrir einkennum sem geta haft djúpstæð áhrif á almenna líðan og daglegt líf. Einkennin geta verið eins fjölbreytt og við erum sem manneskjur – og þær breytingar sem eiga sér stað náð út fyrir það sem er sýnilegt á yfirborðinu.
Sum einkenni koma skyndilega og eru greinileg, eins og hitakóf eða svefntruflanir. Önnur þróast hægar – eins og breyting á beinheilsu, söfnun kviðfitu eða meltingaróþægindi. Allt eru þetta þættir sem vert er að taka alvarlega, því þeir geta haft áhrif á heilsu og lífsgæði til lengri tíma litið.
Það er mikilvægt að hlusta á líkamann, greina hvað hentar og leyfa sér að endurmeta lífsvenjur eftir þörfum. Hvort sem það snýst um hvíld, hreyfingu, næringu, tengsl eða stuðning, þá getur meðvituð og einstaklingsmiðuð nálgun skipt sköpum þegar kemur að vellíðan á breytingaskeiði.
Breytingaskeiðið sem umbreytingartími
Þótt breytingaskeiðið geti verið áskorun getur það einnig falið í sér tækifæri. Margar konur upplifa aukna sjálfsmeðvitund og vilja til að hlúa að eigin heilsu og lífsgæðum með nýjum hætti. Með því að hlusta á líkama sinn, takast á við einkenni af virðingu og leita sér þekkingar og stuðnings má auðvelda þetta tímabil.
Valkostir og stuðningur
Þegar kemur að því að takast á við breytingaskeiðið eru margar leiðir færar. Sumar konur finna lausnir í gegnum lífsstíl, næringu eða ákveðin næringarefni, á meðan aðrar kjósa læknisfræðileg úrræði eins og hormónameðferð (HRT). Margar blanda líka saman mismunandi leiðum og móta þannig stuðning sem hentar þeim sjálfum.
Mikilvægt er að hafa í huga að engin ein lausn hentar öllum. Þess vegna skiptir máli að hver kona hafi val um að skoða ólíka kosti, afla sér upplýsinga, ræða við heilbrigðisstarfsfólk ef hún kýs og finna það sem styður best við hennar líðan og heilsu til framtíðar.
Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar
Góð heilsa byggir á góðum daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grundvallaratriði sem er mikilvægt að huga að á öllum skeiðum lífsins, ekki síst á breytingaskeiðinu.
Heildrænni nálgun með huemeno®
huemeno® vörulínan er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.
huemeno® Me, inniheldur sérstakra blöndu af góðgerlum, forgerlum og B-vítamínum. Góðgerlarstofnarnir í huemeno® Me hafa verið valdir til að styðja við meltingu og efnaskiptaheilbrigði og þarmaflóruna, einnig í leggöngum.
huemeno® Magnesium Bisglycinate styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins og andlegt jafnvægi, sem getur verið sérstaklega mikilvægt á tímum breytinga.
huemeno® D3 & K2 styður við viðhald eðlilegra beina en D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.