Efnaskiptaheilsa


Efnaskiptaheilsa á breytingaskeiði

Efnaskiptaheilsa (e. metabolic health) fjallar um hvernig líkaminn nýtir orku – hvernig hann vinnur úr fæðu, geymir fitu, heldur jafnvægi á blóðsykri og bregst við streitu. Þetta eru grunnferli sem yfirleitt fara fram í kyrrþey, án þess að við finnum mikið fyrir þeim. En á tímabilinu í kringum tíðahvörf fara margar konur að taka eftir ýmsum breytingum.

Þegar hormónastarfsemi breytist, sérstaklega þegar estrógen minnkar, getur það haft áhrif á efnaskiptin. Hægst getur á orkuvinnslu, blóðsykur orðið óstöðugri og líkaminn breytir því hvernig og hvar hann geymir fitu.

Hugtakið metabolic health er að öllum líkindum töluvert algengara í daglegu tali hjá enskumælandi þjóðum, en íslenska þýðingin, efnaskiptaheilsa, hefur ekki sömu festu í almennu máli – þó hún lýsi vel því sem átt er við. Skilningur okkar er því enn að mótast, og mikilvægt er að vekja meiri athygli á þessu hugtaki og því hvernig það tengist líðan okkar og heilsu – ekki síst því hvernig efnaskiptaheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu og vellíðan til framtíðar

Kviðfita og breytingaskeiðið
Eitt af því sem margar konur taka eftir á breytingaskeiði er aukin tilhneiging til að safna fitu á kviðsvæði. Þetta tengist hormónabreytingum og er hluti af því hvernig líkaminn endurskipuleggur fitudreifingu sína á þessum árum. Kviðfita er ekki aðeins útlitsatriði og mittismál – hún getur gefið til kynna að ákveðnir þættir í efnaskiptum og heilsu okkar gætu þurft sérstaka athygli. Hún tengist meðal annars blóðsykri, hjarta- og æðakerfinu og bólgusvörun líkamans, sem allt eru mikilvægir mælikvarðar á heilsu til framtíðar. Þess vegna getur kviðfita verið merki um að tímabært sé að huga betur að efnaskiptaheilsu og styrkja grunnstoðir hennar.

Hvað felst í efnaskiptaheilsu?

  • hvernig líkaminn nýtir orku

  • jafnvægi í blóðsykri

  • dreifing líkamsfitu, þar á meðal kviðfitu

  • orkustig og endurheimt

  • svörun við streitu og álagi

  • áhrif á hjarta- og æðakerfið

  • bólgusvörun og ónæmiskerfið

Hvernig getum við hugað að efnaskiptaheilsu?
Við getum stutt við efnaskiptin með því að hlúa að grunnþáttum eins og reglulegri hreyfingu, næringarríkri og heilnæmri fæðu með trefjum og próteinum og góðri fitu, nægum svefni og með því að halda streitu í skefjum. Þarmaflóran gegnir einnig lykilhlutverki í efnaskiptaheilsu og ákveðnir sértækir góðgerlar geta haft jákvæð áhrif á blóðsykur, orkuvinnslu, bólgusvörun og fitudreifingu – þar á meðal söfnun kviðfitu. Með því að styðja þarmaflóruna með fjölbreyttu mataræði og vel völdum góðgerlum er hægt að efla orkuframleiðslu líkamans, stuðla að stöðugra blóðsykri og heilbrigðari fitudreifingu – grunnstoðir sem skipta máli á breytingaskeiði og í árunum sem fylgja.

Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar

Góð heilsa byggir á góðum daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grundvallaratriði sem er mikilvægt að huga að á öllum skeiðum lífsins, ekki síst á breytingaskeiðinu.

Heildrænni nálgun með huemeno®

huemeno® vörulínan er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

huemeno® Me, inniheldur sérstakra blöndu af góðgerlum, forgerlum og B-vítamínum. Góðgerlarstofnarnir í huemeno® Me hafa verið valdir til að styðja við meltingu og efnaskiptaheilbrigði og þarmaflóruna, einnig í leggöngum.

huemeno® Magnesium Bisglycinate styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins og andlegt jafnvægi, sem getur verið sérstaklega mikilvægt á tímum breytinga.

huemeno® D3 & K2 styður við viðhald eðlilegra beina en D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.