huemeno® Me

Á breytingaskeiði eiga sér stað margvíslegar breytingar í líkama okkar – sumar sýnilegar, aðrar ósýnilegar – sem snerta orku, meltingu, þarmaflóru, efnaskiptaheilbrigði, varnir líkamans og heilbrigði örveruflóru legganga, svo eitthvað sé nefnt.

Aðalvaran í huemeno® línunni, huemeno® Me, er fjölvirkur stuðningur fyrir konur á breytingaskeiði og á árunum sem fylgja.

huemeno® Me var þróuð til að styðja við grunnþætti heilsunnar – með fáum, völdum innihaldsefnum sem vinna saman á öflugan hátt.

huemeno® Me er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsin – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

Hvers vegna heitir varan huemeno® Me?

Á breytingaskeiði skiptir máli að hlusta á eigin líkama, gefa sér tíma til að skynja og upplifa einkenni og breytingar sem við kunnum að finna fyrir – og hlúa að grunnstoðum heilsunnar á eigin forsendum. huemeno® Me vísar til þessa.

me” stendur fyrir „mig“ – sjálfsvitundina, innri styrkinn og þá ákvörðun að setja eigin heilsu og líðan í forgang.

Stuðningur við meltingu og daglega vellíðan

Þarmaflóran gegnir lykilhlutverki í meltingu, upptöku næringarefna, orkuvinnslu og almennri líðan, andlegri jafnt sem líkamlegri.

Þegar örverujafnvægi í meltingarvegi raskast getur það haft áhrif á meltingu og leitt til óþæginda eins og uppþembu, breytinga á hægðum, valdið hægðatregðu auk annarra meltingartruflana.

huemeno® Me inniheldur meðal annars sértæka SynbÆctive® gerlastofna sem geta:

  • Stutt við fjölbreytileika þarmaflóru
  • Stutt við heilbrigði þarmaslímhúðar (e. epithelium)
  • Draga úr óþægindum á borð við uppþembu
  • Stutt við meltingu, reglulega losun og almenna daglega vellíðan

Stuðningur við örveruflóru legganga 

Á breytingaskeiði getur örveruflóra í leggöngum einnig tekið breytingum, þruska getur myndast og útferð aukist og konur eiga oft í auknum og endurteknum sýkingum á þessum tíma.

Minnkandi magn estrógens getur raskað jafnvægi flórunnar, haft áhrif á sýrustig (pH) og þannig dregið úr náttúrulegri vernd gegn óæskilegum bakteríum.

huemeno® Me inniheldur meðal annars sértæka SynbÆctive®  gerlastofna sem geta náð fótfestu í slímhúð legganganna og styðja þannig við náttúrulegt örverujafnvægi á þessu viðkvæma svæði.

 

 

Mikilvægi örveruflórunnar – og tenging við efnaskiptaheilsu

Örveruflóra líkamans – einkum þarmaflóran – gegnir lykilhlutverki í heilsu okkar og tengist einnig efnaskiptaheilsu (e. metabolic health).

Hún getur þannig meðal annars haft áhrif á meltingu, ónæmiskerfið, næringarnýtingu, bólgustjórnun, haft áhrif á andlega heilsu, orkuvinnslu og blóðsykurstjórn – þætti sem skipta ekki síst máli á breytingaskeiðinu.

Þegar konur nálgast og ganga í gegnum breytingaskeiðið breytist hormónajafnvægi líkamans. Minnkandi magn estrógens getur meðal annars haft áhrif á hvernig líkaminn vinnur úr orku og fitu – og hvernig fita dreifist um líkamann og hvar hún safnast fyrir.

Margar konur taka eftir aukinni fitusöfnun á kviðsvæði á þessum tíma – svokallaðri kviðfitu (visceral fitu).

Hvað getur aukin kviðfita þýtt fyrir okkur?

Kviðfitu ætti ekki að skoða eingöngu sem útlitsbreytingu – heldur getur hún verið vísbending um að dýpri ferlar, eins og efnaskipti og bólgusvörun líkamans, séu að breytast.

Kviðfita getur tengst aukinni hættu á sveiflum í blóðsykri, insúlínviðnámi, krónískum bólgum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á heilsu okkar til lengri tíma, svo sem áhættuþáttum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og önnur langvinn heilsufarsvandamál.

Stuðningur við þarmaflóruna, orkuvinnslu og efnaskiptaheilsu getur því verið mikilvægur þáttur í að hlúa að heilsunni til lengri tíma.

 

SynbÆctive® x huemeno®

Það er mikilvægt að hafa í huga að áhrif góðgerla ráðast ekki aðeins af tegund bakteríu eða gerli – heldur af því hvaða stofn er nákvæmlega notaður, í hvaða magni og við hvaða aðstæður.

huemeno® Me inniheldur þrjá klínískt prófaða SynbÆctive® gerlastofna frá SynBalance Srl – ítölsku líftæknifyrirtæki sem nýtir tækni sem byggir á nákvæmri greiningu örveruflórunnar og sérhæfir sig í þróun góðgerlalausna með skýrri skilgreiningu á virkni og traustum klínískum gögnum.

Markmið SynBalance er að styðja við heilsu með áhrifum á örveruflóruna og leggja þannig grunn að forvörnum gegn langvinnum sjúkdómum og áhrifum öldrunar.

Í huemeno® Me eru notaðir þrír stofnar SynbÆctive® góðgerla sem hafa verið rannsakaðir sérstaklega fyrir sértæka eiginleika – til stuðnings við meltingu, efnaskiptaheilbrigði og jafnvægi flóru í leggöngum – og eru notaðir í þeim skömmtum sem rannsóknir styðja og sýna jafnframt að þeir nái á þá staði sem þeim er ætlað að hafa áhrif.

Auk þess inniheldur huemeno® Me inúlín og FOS trefjar, svokallaða forgerla, sem næra góðgerlana og styðja virkni þeirra í líkamanum.

Í huemeno® Me eru einnig tvö B-vítamín:

  • B6 vítamín, sem styður við orkuvinnslu, starfsemi taugakerfis og hormónajafnvægi,
  • B1 vítamín (þíamín), sem hjálpar til við umbreytingu fæðu í orku og styður við starfsemi hjarta og taugakerfis.

huemeno® Me er fæðubótarefni sem má taka með öðrum huemeno® vörum og er tilvalið fyrir konur á og í kringum breytingaskeiðið.

huemeno® vörurnar eru góð leið til að styðja við grunnstoðir heilsunnar, þær eru með fáum innihaldsefnum, en með fjölþætta virkni.

Hvað getur huemeno® Me stutt við?

  • Jafnvægi í þarmaflóru og meltingu
  • Efnaskiptaheilbrigði og orkuvinnslu
  • Jafnvægi í flóru legganga og þvagfæra

huemeno® er stolt af því að vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hefur það að markmiði að gera breytingaskeiðið sýnilegt, skiljanlegt og þýðingarmikið. Þess vegna eru vörurnar okkar vottaðar með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist „menopause-friendly“, eða hentug fyrir konur á breytingaskeiði.

Bakvið MTick® stendur GenM®, félag sem hefur gjörbreytt samtalinu um breytingaskeiðið í Bretlandi – og nú víðar.

 

 

Notkunarleiðbeiningar og innihald:

Ráðlagður neysluskammtur:
1 hylki á dag með vatni, á milli máltíða.

Innihald í einu hylki:
Efni Magn % NRV*
SynbÆctive® Lactiplantibacillus plantarum PBS067           6 × 10⁹ CFU** **
SynbÆctive® Lactobacillus acidophilus PBS066 – **
SynbÆctive® Limosilactobacillus reuteri PBS072 – **

Inúlín 100 mg **
FOS (frúktóóligósakkaríðar) 100 mg **
B6 vítamín 1,6 mg 114%
B1 vítamín (þíamín) 0,22 mg 20%

* Viðmiðunargildi næringarefna samkvæmt reglugerð ESB 1169/2011.
** NRV ekki skilgreint.
*** CFU = Colony Forming Units.

Innihaldsefni:

Inúlín; frúktóóligósakkaríðar (FOS); hylki (gljáefni: hýdroxýprópýlmetýlsellulósi; þykkingarefni: gellangúmmí); maíssterkja;Limosilactobacillus reuteri PBS072 (DSM 25175); Lactobacillus acidophilus PBS066 (DSM 24936); Lactiplantibacillus plantarum PBS067 (DSM 24937); maltódextrín; magnesíumsölt fitusýra (kekkjavarnarefni); B6 vítamín (pýridoxínhýdróklóríð);B1 vítamín (þíamínhýdróklóríð).

Inniheldur ekki soja, glúten, laktósa eða erfðabreytt efni. Hentar grænmetisætum og grænkerum.

Geymsluleiðbeiningar:
Geymist á köldum, þurrum stað fjarri sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til og sjá ekki til.

Varnaðarorð:
Neytið ekki meira en sem nemur ráðlögðum neysluskammti. Ekki ætlað að koma í staðinn fyrir fjölbreytta og fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Leitið ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki ef þú ert barnshafandi, með fæðuóþol, með undirliggjandi sjúkdóma eða tekur lyf.

Framleitt og pakkað í GMP vottaðri verksmiðju á Ítalíu fyrir:
huemeno ehf.