Magnesíum Bisglycinate og breytingaskeiðið

Á breytingaskeiði geta konur upplifað ýmsar líkamlegar áskoranir, þar á meðal vöðvaspennu, svefntruflanir og aukna þreytu. Á þessum tíma skiptir máli að hlúa sérstaklega að taugakerfinu og vöðvaheilsu til að viðhalda góðri líðan og virkni.

Þegar hormónajafnvægi líkamans er að breytast geta ýmsir ferlar líkamans orðið fyrir áhrifum.

Magnesíum gegnir lykilhlutverki í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum. Það er nauðsynlegt fyrir vöðvaslökun, eðlileg taugaboð og orkumyndun í frumum okkar. Nægileg magnesíumneysla er því mikilvægur þáttur í að styðja við líkamlega vellíðan á öllum æviskeiðum, ekki síst á tímum breytinga.

Form magnesíums – hvers vegna það skiptir máli

Ekki eru öll form magnesíums eins þegar kemur að frásogi og nýtingu í líkamanum. Sumar tegundir frásogast betur en aðrar, og sumar geta valdið meltingaróþægindum hjá viðkvæmum einstaklingum.

Magnesíum bisglycinate – frásog og þolanleiki

Magnesíum bisglycinate er form magnesíums sem hefur verið bundið við amínósýruna glýsín, það frásogast vel í meltingarvegi, þolist almennt vel, jafnvel af fólki með viðkvæma meltingu.

Þessi eiginleikar gera magnesíum bisglycinate að góðum valkosti fyrir þá sem vilja hámarksnýtingu á þessu mikilvæga steinefni.

Hlutverk magnesíums í líkamanum

Magnesium stuðlar að:

  • Eðlilegri vöðvastarfsemi
  • Eðlilegri starfsemi taugakerfisins
  • Minni þreytu og orkuleysi
  • Eðlilegum orkugefandi efnaskiptum
  • Eðlilegu sálrænu jafnvægi
  • Viðhaldi eðlilegra beina og tanna
  • Eðlilegri prótínmyndun
  • Eðlilegu jafnvægi rafvaka

Á breytingaskeiði geta eiginleikar magnesíums tengdir vöðvaslökun og taugastarfsemi verið sérstaklega mikilvægir til að styðja við daglega vellíðan.

Magnesíum fyrir slökun og betri svefn

Margar konur á breytingaskeiði upplifa svefntruflanir eða eiga erfiðara með að slaka á. Með því að styðja við eðlilega starfsemi taugakerfisins og vöðvaslökun, getur magnesíum verið hluti af þinni kvöldrútínu og stutt við rólegri nætur.

Magnesíum stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og taugastarfsemi, sem getur hjálpað líkamanum að ná djúpri slökun. Þess vegna kjósa margir að taka huemeno® Magnesíum Bisglycinate að kvöldi til.

Af hverju huemeno® Magnesium Bisglycinate?

Í huemeno® Magnesium Bisglycinate höfum við valið hágæða form af magnesíum sem frásogast vel og þolist almennt vel:

  • Frásoganlegt form sem nýtist líkamanum á áhrifaríkan hátt
  • Milt fyrir meltingarkerfið, hentar vel þeim sem eru viðkvæmir
  • Skammtastærð sem styður við þarfir dagsins
  • Einfalt að taka sem hluti af daglegri heilsurútínu

Með daglegri inntöku á huemeno® Magnesium Bisglycinate er stutt við:

  • Eðlilega vöðvastarfsemi og slökun
  • Eðlilega starfsemi taugakerfisins
  • Orkugefandi efnaskipti og minni þreytu
  • Eðlilegt sálrænt jafnvægi

huemeno® Magnesium Bisglycinate er fæðubótarefni sem má taka samhliða öðrum huemeno® vörum fyrir heildræna nálgun að vellíðan á breytingaskeiði.

Magnesíum sem hluti af heilbrigðu líferni

Auk þess að taka huemeno® Magnesium Bisglycinate daglega getur þú jafnframt stutt við líkamann með því að:

  • Borða fjölbreytta fæðu ríka af grænu grænmeti, hnetum, fræjum og heilkornum
  • Stunda reglulega hreyfingu sem styrkir vöðva og bein
  • Takmarka neyslu á koffíni og áfengi sem getur aukið útskilnað magnesíums
  • Nota slökunar- og öndunaræfingar til að draga úr streitu

huemeno® Magnesium Bisglycinate er einfaldur hluti af heildrænni nálgun að góðri heilsu og vellíðan. Með því að hlúa að vöðva- og taugaheilsu, styður þú við mikilvægan grunn líkamlegrar og andlegrar heilsu þinnar á breytingaskeiði og áfram.

Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar

Góð heilsa byggir á góðum daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grundvallaratriði sem er mikilvægt að huga að á öllum skeiðum lífsins, ekki síst á breytingaskeiðinu.

Heildrænni nálgun með huemeno®

huemeno® vörulínan er ekki lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins – heldur stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

huemeno® Me, inniheldur sérstakra blöndu af góðgerlum, forgerlum og B-vítamínum. Góðgerlarstofnarnir í huemeno® Me hafa verið valdir til að styðja við meltingu og efnaskiptaheilbrigði og þarmaflóruna, einnig í leggöngum.

huemeno® Magnesium Bisglycinate styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins og andlegt jafnvægi, sem getur verið sérstaklega mikilvægt á tímum breytinga.

huemeno® D3 & K2 styður við viðhald eðlilegra beina en D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.