huemeno® hefur það að markmiði að styðja við heilsu og vellíðan kvenna á breytingaskeiði og á árunum sem fylgja, auk þess að leggja okkar af mörkum til að opna umræðuna um þetta mikilvæga tímabil í lífinu.

Hvað þýðir huemeno®?

Við tókum töluverðan tíma í að finna nafn sem gæti lýst og dregið athygli að því hversu fjölbreytt, en jafnframt einstaklingsbundin og ólík, einkenni kvenna á breytingaskeiðinu eru – og fyrir valinu var nafnið huemeno®.

hue + meno = huemeno®
/ˈhjuː.mə.noʊ/
: (hjúmenó)

hue
/litur, blær, tónn/
Táknar margbreytileikann – allar þær litríku, einstöku og persónulegu upplifanir sem konur ganga í gegnum á breytingaskeiðinu.

meno
/tíðahvörf/
Rót orðsins menopause eða tíðahvörf, þar er fókusinn okkar.

Íslenskur uppruni – alþjóðleg sýn

huemeno® vörulínan er þróuð á Íslandi og Ísland er heimamarkaður fyrirtækisins, huemeno ehf.

Vörumerkið sjálft er þó enskt, þar sem stefnt er að samstarfi á erlendum mörkuðum þegar fram líða stundir.

Engar tvær konur upplifa breytingaskeiðið á sama hátt

Breytingar á líðan þegar við nálgumst ákveðinn aldur geta tengst breytingaskeiðinu – oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Einkennin eru gjarnan misskilin, ranggreind eða jafnvel hunsuð.

Þrátt fyrir að breytingaskeiðið snerti helming mannkyns er enn skortur á upplýsingum og tölfræði um áhrif þess á líf og störf kvenna á Íslandi – ekki aðeins hvað varðar heilsu, heldur einnig áhrif á fjölskyldulíf, samskipti og þátttöku á vinnumarkaði.

Margar konur ganga í gegnum þetta tímabil í hljóði – án aðstoðar, skilnings eða úrræða.

 

huemeno® – skýr nálgun fyrir framtíðina

huemeno® leggur áherslu á nálgun sem tekur mið af því hve einstaklingsbundin og fjölbreytt upplifun breytingaskeiðsins getur verið með öllum þeim fjölda einkenna sem geta birst okkur á mismunandi hátt. Við vitum að engin ein lausn hentar öllum – en teljum þó að allar konur ættu að huga að grunnstoðum heilsunnar, sérstaklega á þessu tímabili lífsins, ekki síst til að viðhalda góðri heilsu og atorku á árunum sem fylgja. 

Við horfum ekki til þess að mæta eingöngu algengum einkennum, heldur leggjum áherslu á að styrkja líkamlega og andlega heilsu til framtíðar.  Með því að styðja grunnferla líkamans – eins og orkuvinnslu, meltingu og losun, efnaskipti, beinheilbrigði og jafnvægi í taugakerfi – getur huemeno® verið stoð sem hjálpar til við að byggja grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

Að opna umræðuna

Þögnin í kringum breytingaskeiðið – og sú upplýsingaóreiða sem oft virðist blasa við þegar leitað er að svörum – er okkur hugleikin. Þó sannarlega hafi orðið jákvæðar breytingar og aukning á samtalinu þá þarf meira til að tryggja og miðla þekkingu og bjóða betri stuðning við konur á þessum tíma.

Við viljum leggja okkar af mörkum til að opna umræðuna enn frekar og vekja athygli á málefninu, meðal annars í gegnum samstarf við breska frumkvöðlafélagið GenM®, sem vinnur markvisst að því að gera breytingaskeiðið sýnilegt og styrkja skilning á því.

Samstarf við GenM®

GenM vinnur að því að bæta upplifun kvenna á breytingaskeiði með því að hvetja vörumerki, fyrirtæki og stofnanir til að vera meðvitaðri, sýnilegri og meira styðjandi við konur um og eftir tíðahvörf.

Í Bretlandi eru um 15,5 milljónir kvenna á breytingaskeiði – og markmið GenM er að opna umræðuna, rjúfa þögnina, auka sýnileika og gera upplýsingar, vörur og þjónustu sem henta konum á þessu tímabili aðgengilegri.

GenM er jafnframt heimili MTick, alþjóðlegs merkis og viðurkenningar sem hjálpar konum að þekkja þær vörur og þjónustu sem eru sérstaklega þróaðar með þarfir kvenna á breytingaskeiði í huga.

huemeno® er fyrsta íslenska vörumerkið sem á í samstarfi við GenM og tekur þannig virkan þátt í vakningu um sýnileika, umræðu og úrræði fyrir konur á breytingaskeiði.

 

Staðreyndir sem sýna þörfina

Til að skilja hversu mikil þörf er á breyttri sýn, aukinni fræðslu og betra aðgengi að úrræðum fyrir konur á breytingaskeiði, má líta til Invisibility Report frá GenM (2020), byggðri á svörum 2.010 kvenna á aldrinum 35–60 ára í Bretlandi. Niðurstöðurnar tala sínu máli:

  • 2 af hverjum 3 konum kom breytingaskeiðið á óvart – þær vissu ekki hvað var að gerast
  • 70% höfðu aflað sér upplýsinga í gegnum eigin reynslu, ekki með fræðslu eða leiðbeiningum
  • Yfir helmingur kvenna gat aðeins nefnt 3 af 48 mögulegum einkennum breytingaskeiðsins
  • 87% töldu miðaldra konur vera hunsaðar af samfélaginu og vörumerkjum
  • 41% lýstu því að þær upplifðu sig ósýnilegar, afskiptar eða einar með upplifunina

Við trúum á breytingu

Það hefur ríkt þögn í kringum breytingaskeiðið – of lengi.

huemeno® ber MTick-merkið með stolti og tekur með því virkan þátt í nauðsynlegri vakningi og dregur athygli að málefninu. 

Breytingaskeiðið felur í sér raunverulegar líffræðilegar breytingar sem hafa áhrif á heilsu kvenna.  Minnkað estrógen hefur meðal annars áhrif á beinþéttni, hjarta- og æðakerfi, húð, slímhúðir og efnaskipti. Margar konur upplifa einnig svefntruflanir, meltingarvandamál, orkuleysi eða breytingar á andlegri líðan – og svo mætti lengi telja.

Einkennin eru jafn fjölbreytt og ólík og konurnar sem ganga í gegnum þau.

huemeno® vörurnar eru þróaðar með konur á þessu lífsskeiði í huga – breytingaskeiðinu.

Þær eru hannaðar til að styðja markvisst við grunnstoðir heilsunnar og vellíðan á breytingaskeiði og á árunum sem fylgja – bæði sem sjálfstæður stuðningur og sem hluti af breiðari nálgun samhliða hormónauppbót eða öðrum úrræðum, allt eftir því sem hver kona kýs.

 

huemeno® – fá innihaldsefni, fjölþætt virkni

Breytingaskeiðinu getur fylgt mikið álag og við trúum því að raunverulegur styrkur felist í einfaldleika. Þegar líkaminn er að takast á við slíkar umbreytingar teljum við ekki endilega skynsamlegt að íþyngja honum með fæðubótarefnum sem innihalda flóknar blöndur eða mikinn fjölda innihaldsefna.

huemeno® vörurnar eru byggðar á þeirri hugsjón að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum – efnum sem hafa verið valin sérstaklega vegna fjölþættrar virkni þeirra og tengsla við lykilþætti líkamlegrar og andlegrar heilsu á breytingaskeiðinu… og eftir það.  Þær innihalda hvorki hormóna né hormónalík efni, svo sem plöntuhormóna (e. phytoestrogens) eða jurtaútdrætti sem líkja eftir áhrifum estrógens eða annarra hormóna.

Í stað þess að treysta á flóknar blöndur með fjölda ólíkra efna leggur huemeno® áherslu á samsetningar þar sem hvert innihaldsefni hefur skýran tilgang og er notað í skömmtum sem styðja við markmið vörunnar.

huemeno® fylgir þér til framtíðar með stuðningi sem styrkir mikilvæga þætti heilsu okkar.