frá konum fyrir konur

bætt líðan
betri kvenheilsa

huemeno® vörunum er ætlað að styrkja undirstöður heilsu okkar með sérvöldum áhrifaríkum innihaldsefnum.

Hvert innihaldsefni hefur verið valið fyrir fjölþætta virkni sína sem styður lykilþætti heilsu kvenna á árunum í kringum breytingaskeiðið – og til að viðhalda og efla orku og vellíðan fyrir árin sem á eftir koma.

huemeno® Me

Aðalvaran í huemeno® línunni, huemeno® Me, er fjölvirkur stuðningur fyrir konur á breytingaskeiði og til framtíðar.

Á breytingaskeiði eiga sér stað margvíslegar breytingar í líkama okkar – sumar sýnilegar, aðrar ósýnilegar – sem snerta orku, meltingu, þarmaflóru, efnaskiptaheilbrigði, varnir líkamans og heilbrigði leggangaflóru, svo eitthvað sé nefnt.

D3+K2

Með aldrinum minnkar beinþéttni smám saman, en þessi þróun getur orðið hraðari þegar estrógenmagn líkamans lækkar í kringum tíðahvörf.

Beinin geta þá orðið viðkvæmari og þá er mikilvægt að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum með góðri og réttri næringu, og  með hreyfingu, til að styðja við þau og styrkja.

huemeno® inniheldur D3 í cholecalciferol-formi og K2 í menaquinone-7 (MK-7) formi – bæði lífvirk og vel rannsökuð form sem vinna saman að því að tryggja góða upptöku og nýtingu kalks í líkamanum.

Magnesium Bisglysinate

Magnesíum er eitt mikilvægasta steinefni líkamans – og á breytingaskeiði getur þörfin fyrir það aukist og þá er mikilvægt að huga að því að taka magnesíum í formi sem nýtist líkamanum vel.

Magnesíum tekur þátt í fjölmörgum ferlum líkamans sem snerta orku, vöðvastarfsemi, bein- og tannheilsu og andlega líðan. Það getur dregið úr þreytu og orkuleysi, stutt við eðlilega orkuvinnslu og hjálpað líkamanum að viðhalda vökvajafnvægi.

Magnesíum styður við eðlilega starfsemi taugakerfis og vöðva og getur þannig haft mikilvægu hlutverki að gegna fyrir líkamlega slökun og hvíld.